04.11.2016

Jóhannes Rúnar Jóhannsson resigns from the board of directors of Kaupthing

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, member of the board of directors of Kaupthing, and former member of the Resolution Committee and of the Winding-up Committee of Kaupthing, has decided to resign from his role on the board. Mr. Jóhannsson’s resignation will take effect on 3 November 2016.

Mr. Jóhannsson was appointed to the Resolution Committee in October 2008, days after Kaupthing (then Kaupthing Bank hf) went into insolvency. He was appointed to the Winding-up Committee in January 2012 after the Resolution Committee had been dissolved. He was central in Kaupthing’s restructuring, resulting in the composition with its creditors, which was confirmed in December 2015. Mr. Jóhannsson was a member of the interim board of directors of Kaupthing until March 2016 and from that date onwards he has been a member of the board of directors. 

Jóhannes Rúnar Jóhannsson“After eight eventful and challenging years working for Kaupthing, first during the winding-up proceedings as a member of the Resolution Committee and later member of the Winding-up Committee and then after the successful composition of the Company, as a member of the board of directors, I have decided to move on. Much progress has been made during the transitional period following the composition and the Company has commenced returning capital to its stakeholders and plans are in place to wind down the remainder of its operations. I therefore feel that this is the right time for me to step down from the board of directors and to seek new challenges. I am very proud of what we have achieved at Kaupthing and would like to use this opportunity to express my gratitude to all those who contributed to our success, not least the employees of Kaupthing.

Alan J. Carr, chairman of the board of directors of Kaupthing: “The board of directors thanks Jóhannes for all of his industrious work on behalf of Kaupthing and for his work during the transitional period following the composition of the Company. We wish him all the best in his future endeavours.”

 

Jóhannes Rúnar Jóhannsson segir sig úr stjórn Kaupþings

Hæstaréttarlögmaðurinn Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem setið hefur í stjórn Kaupþings og sat áður í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hefur ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins frá og með 3. nóvember 2016.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson var skipaður í skilanefnd í október 2008 í kjölfar þess að Kaupþing (þá Kaupþing banki hf.) varð ógjaldfært. Jóhannes var skipaður í slitastjórn Kaupþings í janúar 2012 í kjölfar þess að skilanefnd var lögð niður. Jóhannes gegndi lykilhlutverki í endurskipulagningu Kaupþings sem lauk í desember 2015 þegar nauðasamningur félagsins við kröfuhafa var endanlega staðfestur. Jóhannes sat í bráðabirgðastjórn Kaupþings fram til mars 2016 og frá þeim tíma í stjórn félagsins.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson“Eftir átta áhugaverð og krefjandi ár í vinnu fyrir Kaupþing, fyrst í slitameðferð félagsins, sem meðlimur í skilanefnd og síðar slitastjórn og síðan í kjölfar nauðasamnings Kaupþings, sem meðlimur í stjórn félagsins, þá hef ég tekið ákvörðun um að snúa mér að öðrum verkefnum. Mikill árangur hefur náðst á þeim tíma sem liðið hefur frá nauðasamningi Kaupþings og er félagið byrjað að greiða út til hagsmunaaðila þess og áætlanir liggja fyrir um hvernig undið verður ofan af starfsemi félagsins. Ég tel því að nú sé réttur tími fyrir mig að segja mig úr stjórn félagsins og leita á önnur mið. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum áorkað hjá Kaupþingi og vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að ná þeim árangri, ekki síst starfsmönnum Kaupþings.“

Alan J. Carr, stjórnarformaður Kaupþings„Stjórn Kaupþings þakkar Jóhannesi fyrir vel unnin störf í þágu félagins og fyrir framlag hans á þeim umbreytingartímum sem fylgdu í kjölfar nauðasamnings þess. Við óskum honum velfarnaðar í framtíðarverkefnum hans.“

Print